Vilja 102 Reykjavík

Samþykkt var til­laga Dags B. Eggerts­son­ar, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, á fundi borg­ar­ráðs í dag um að póst­núm­er­inu 101 verði skipt í tvennt og Vant­s­mýr­in fái póst­núm­erið 102. Tekið var þó fram á fund­in­um að málið heyrði und­ir póst­núm­era­nefnd Ísland­s­pósts hf.

„Vísað er til hjálagðs bréfs sviðsstjóra um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar þar sem færður er nán­ari rök­stuðning­ur fyr­ir því að í ljósi um­fangs póst­núm­ers 101, land­fræðilega og m.t.t. til bygg­ing­ar­magns og upp­bygg­ing­ar framund­an, sé tíma­bært að skipta póst­núm­er­inu upp í tvennt. Lagt er til að sá hluti póst­núm­ers 101 sem er sunn­an Hring­braut­ar breyt­ist í póst­núm­erið 102 og að mörk við póst­núm­er 107 og 105 hald­ist óbreytt,“ seg­ir enn­frem­ur í fund­ar­gerðinni.

Lagt var til að er­indið yrði sent til um­sagn­ar Há­skóla Íslands, Há­skól­ans í Reykja­vík, Icelanda­ir, Knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vals, Vals­manna hf., hverf­is­ráðs Vest­ur­bæj­ar og Prýðifé­lags­ins Skjald­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert