Gleymir mannúð og mildi

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. mbl.is/Ómar

„Hann opnaði dyrnar varlega og bauð góðan daginn.  Ég var stödd á Fitjum í Njarðvík þar sem hælisleitendur fá húsaskjól.  Hann virtist á unglingsaldri, hafði flúið land sitt vegna stríðsátaka og týnt fjölskyldu sinni.  Hefði getað verið sonur minn eða bróðir.  Í augum hans var von um framtíð en raunveruleikinn blasti við.  Hann yrði sendur úr landi fljótlega.“

Svona hefst pistill Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands um hælisleitendur og flóttamenn. Pistillinn sem birtur er á biskup.is ber titilinn Hann er bróðir minn, hún er systir mín, hann er sonur minn, hún er dóttir mín. Í honum gagnrýnir Agnes brottflutning albanskrar fjölskyldu, þ.á.m. langveiks barns þar síðustu nótt.

Segir hún fréttirnar hafa komið við hjartað í sér og spyr hvort vanti mannúð í lög og reglur Íslands.

„Getur verið að eitthvað vanti í það regluverk sem gleymir mannúð og mildi?  Gleymir því að þessi litla eyja norður í höfum er hluti af heiminum sem er bústaður allra mannanna barna.  Við erum öll á sama báti og megum ekki gleyma náunga okkar, hvort sem hann býr nær eða fjær. Þó fólk sé ekki að flýja styrjaldir í landi sínu þá getur ríkt annars konar ófriður sem gerir fólki ómögulegt að búa þar.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert