Hlýnar eftir kalda viku

Þennan mánudaginn verður víst hundi út sigandi, ólíkt þeim síðasta.
Þennan mánudaginn verður víst hundi út sigandi, ólíkt þeim síðasta. mbl.is/Styrmir Kári

Veður fer nú hlýnandi eftir kalda viku. Samkvæmt Birtu Líf Kristinsdóttur, veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, verður sunnanátt og frostlaust á láglendi vestanlands á morgun. 

„Það eru að koma smá skil úr vestri en það er ekki búist við því að það verði mikill vindur í þeim. Þó kemur úrkoma inn með þeim, fyrst á vestanvert landið,“ segir Birta.

Segir hún snjókomu og svo slyddu og rigningu fylgja í kjölfarið annað kvöld.

„Þetta er ósköp átakalítið. Það er farið að hlýna og gæti farið að rigna en það er ekki alveg víst að snjórinn nái eitthvað að fara í þessu. Þá er helst spurning hvort það verði eitthvað hált og þetta nái að búa til svell.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert