„Afar ánægjulegur áfangi“

Hugmyndin um skipulag og byggingar á reit Menntaskólans.
Hugmyndin um skipulag og byggingar á reit Menntaskólans. Teikning/Teiknistofan Óðinstorgi sf.

„Þetta er afar ánægjulegur áfangi,“ segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, en Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur nú samþykkt framkvæmdir við 4.700 fermetra skólabyggingar á lóð skólans.

Þá samþykkti ráðið jafnframt beiðni um að rífa bygginguna Casa Christi sem staðsett er á þeim hluta lóðar skólans þar sem áætlað er að nýtt hús rísi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið sótti um leyfi til að byggja viðbyggingu á baklóð Menntaskólans í Reykjavík og innrétta fyrirlestrarsal, bókasafn, íþróttahús og aðstöðu fyrir nemendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert