Ungur maður var handtekinn um níuleytið í gærkvöldi í Breiðholti á stolinni bifreið. Hann var undir áhrifum fíkniefna og hefur aldrei fengið bílpróf. Hann var vopnaður og með fíkniefni á sér. Bifreiðinni hafði verið stolið í Skipholti fyrr um kvöldið.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er maðurinn á reynslulausn og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.
Um kvöldmatarleytið var maður handtekinn við verslun í Kópavogi eftir tilraun til þjófnaðar. Maðurinn er grunaður um þjófnað úr fleiri verslunum en í bifreið hans var varningur sem hann sagðist hafa tekið úr öðrum verslunum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls