„Þetta fer inn núna í dag“

Hjónin Kast­rijot og Xhul­ia Pepoj.
Hjónin Kast­rijot og Xhul­ia Pepoj. Ljósmynd/DV

„Þetta er bara klárt. Þetta fer inn núna í dag,“ segir Hermann Ragnarsson múrarameistari sem hefur verið að vinna að því að sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir tvær albanskar fjölskyldur sem fluttar voru úr landi í síðustu viku eftir að umsókn þeirra um hæli hafði verið hafnað. Eins og mbl.is greindi frá í dag er vilji innan allsherjarnefndar Alþingis að veita þeim ríkisborgararétt en tveir drengir í fjölskyldunum eiga við alvarleg veikindi að stríða.

Hermann segir aðspurður að búið sé ganga frá umsókn um ríkisborgararétt bæði til allsherjarnefndar Alþingis og Útlendingastofnunar. „Þannig að umsóknin fer inn í dag.“ Þá er unnið að fjáröflun fyrir fólkið og var Hermann á leið á fund vegna hennar þegar mbl.is heyrði í honum. Fjölskyldufaðirinn í annarri fjölskyldunni starfaði hjá Hermanni. „En þetta er sem sagt bara klárt. Þetta er búin að vera botnlaust vinna auðvitað í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert