Óskar eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis Skjáskot af Alþingi.is

<div>Umboðsmaður Alþing­is hef­ur óskað eft­ir því við for­stjóra Útlend­inga­stofn­un­ar að hann fái al­menn­ar upp­lýs­ing­ar m málsmeðferð og rann­sókn um­sókna um svo­kölluð mannúðarleyfi af heil­brigðis­ástæðum. Sér­stak­lega er óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um þessi atriði þegar um­sækj­andi er barn.</​div><div></​div><div>Regl­ur um meðferð mála í stjórn­sýsl­unni kveða á um að stjórn­vald skuli sjá til þess að mál sé nægj­an­lega upp­lýst áður en ákvörðun er tek­in í því.</​div>

„Síðustu daga hafa birst frétt­ir um brott­flutn­ing tveggja fjöl­skyldna sem dval­ist höfðu hér á landi um skeið meðan um­sókn­ir þeirra um dvöl hér voru til meðferðar. Þess­ar frétt­ir urðu umboðsmanni Alþing­is til­efni til að rita Útlend­inga­stofn­un bréf í gær  þar sem óskað er eft­ir al­menn­um upp­lýs­ing­um um málsmeðferð og rann­sókn um­sókna um svo­kölluð mannúðarleyfi af heil­brigðis­ástæðum.

Sér­stak­lega er óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um þessi atriði þegar um­sækj­andi er barn. Upp­lýs­ing­anna er óskað til þess að umboðsmaður geti tekið af­stöðu til þess hvort til­efni sé til að taka al­menna fram­kvæmd Útlend­inga­stofn­un­ar í mál­um af þess­um toga eða ein­staka þætti henn­ar til at­hug­un­ar að eig­in frum­kvæði. Af­rit af bréf­inu var sent inn­an­rík­is­ráðherra og alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is til upp­lýs­inga,“ seg­ir á vef umboðsmanns Alþing­is.

Tryggvi Gunn­ars­son, umboðsmaður Alþing­is ósk­ar meðal ann­ars eft­ir því í bréf­inu að hon­um verði af­hent yf­ir­lit yfir þær um­sókn­ir sem borist hafa um mannúðarleyfi af heil­brigðis­ástæðum allt frá því lög um út­lend­inga tóku hér gildi árið 2010.

Hann fer meðal ann­ars fram á að fá upp­lýs­ing­ar um hvenær um­sókn­ir hafi borist og hvenær þær hafi verið af­greidd­ar. Hvort viðkom­andi um­sókn var samþykkt, niðurstaðan hafi verið kærð og hver niðurstaða æðra stjórn­valds hafi verið liggi hún fyr­ir.

Bréfið í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert