Um tólf þúsund hvalir á loðnuslóð

Talið er að um tólf þúsund langreyðar og hnúfubakar hafi …
Talið er að um tólf þúsund langreyðar og hnúfubakar hafi verið á svæði djúpt úti af Vestfjörðum

Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar áætla að allt að 12 þúsund hvalir hafi verið á loðnuslóð við Austur-Grænland og í Grænlandssundi í lok september og byrjun október.

Kom þetta fram í loðnuleiðangri þegar einnig var svipast um eftir hvölum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur tekur fram að nákvæmni þessa mats hafi verið minni en í hefðbundnum talningum. Eigi að síður veki það athygli hversu mikill fjöldi hvala hafi verið á þessu svæði og ljóst að samþjöppun hafi verið mikil. Reiknast heildarfjöldi langreyða á svæðinu tæplega fimm þúsund og hnúfubaka rúmlega sjö þúsund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka