„Hér iðar allt af lífi“

Kría í Vatnsmýri.
Kría í Vatnsmýri. mbl.is/Árni Sæberg

Borg­ar­ráð samþykkti í dag stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar um líf­fræðilega fjöl­breytni en borg­in er fyrsta höfuðborg­in á Norður­lönd­um til að samþykkja slíka stefnu. Borg­ar­stjóri seg­ir um að ræða fram­sækið verk­efni.

Mál­inu var vísað til umræðu í borg­ar­stjórn og samþykkt­ar á nýju ári.

„Þetta er fram­sækið verk­efni þar sem við ætl­um að tryggja líf­fræðilega fjöl­breytni í borg­inni með vernd­un­araðgerðum, rann­sókn­um, vökt­un og fræðslu. Það er heil­mik­il nátt­úra í Reykja­vík þannig að við þurf­um að passa okk­ur á öll­um skipu­lags­stig­um til að líf­fræðileg fjöl­breytni sé í for­gangi," er haft eft­ir Degi B. Eggerts­syni í til­kynn­ingu frá borg­inni.

„Vist­kerfið í Reykja­vík er fjöl­breytt, hvort sem maður horf­ir á Vatns­mýr­ina, leir­urn­ar, garðana eða árn­ar; hér iðar allt af lífi. Líf­fræðileg fjöl­breytni er líka mik­il­væg í sam­hengi lofts­lags­breyt­inga, bæði í bind­ingu kol­efn­is og aðlög­un­ar gegn lofts­lags­breyt­ing­um.“

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að líf­fræðileg fjöl­breytni vís­ar til marg­breyti­leika líf­rík­is­ins í um­hverfi fólks, allt frá ein­stak­ling­um og stofn­um ein­stakra teg­unda til líf­sam­fé­laga og vist­kerfa. „Þessi fjöl­breytni er und­ir­staða nátt­úru­auðlinda, sem eru lífs­nauðsyn­leg­ar fyr­ir af­komu manna en mót­ar einnig lífs­gæði og ham­ingju, ekki síst í borg­um þar sem nátt­úra get­ur verið af skorn­um skammti.“

Ítar­lega frétt um málið er að finna á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert