Spyr um aldur æðstu stjórnenda

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvernig er aldurssamsetning æðstu stjórnar ráðuneytisins, stofnana þess og fulltrúa í nefndum og ráðum sem heyra undir það?“ Þannig hljómar skrifleg fyrirspurn sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent til allra ráðuneyta stjórnarráðsins.

Vilhjámur segir í samtali við mbl.is að tilgangurinn með fyrirspurninn sé að varpa ljósi á stöðu þessara mála þegar að æðstu stjórn ráðuneytanna komi. Meðalaldurinn þar sé væntanlega talsvert hár. Með henni sé ekki verið að kasta rýrð á störf þeirra sem gegnt hafi þessum stöðum til þessa heldur að leggja áherslu á mikilvægi þess að tryggja breidd í þessum efnum.

„Ég er bara að reyna að benda á mikilvægi þess að treysta yngra fólki fyrir slíkum embættum og um leið færa stjórnsýsluna nær því. Tilgangurinn er að varpa ljósi á þetta og ennfremur mikilvægi þess að sjónarmið ungs fólks komist að og fái að heyrast á þessu sviði. Með því er ég þó ekki að kalla eftir einhvers konar aldurskvóta,“ segir hann og hlær. 

mbl.is/Hjörtur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert