„Svona áburður er óþolandi“

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi

„Hér í gær­kvöldi féllu um­mæli sem ekki er hægt að sitja und­ir,“ sagði Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, við upp­haf þing­fund­ar á Alþingi í dag und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta. Vísaði hann til þess að í at­kvæðaskýr­ingu á þing­fundi í gær hafi Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, sagt að ekki væri hægt að láta bjóða sér það að menn væru fliss­andi í þingsaln­um und­ir áhrif­um.

Þor­steinn sagðist vilja fá að vita hvaða menn Lilja hafi verið að tala um og und­ir hvaða áhrif­um þeir hafi verið. Ef það yrði ekki upp­lýst sætu all­ir þing­menn und­ir grun um að átt hefði verið við þá. „Ég kæri mig ekki um það vegna þess að allt bull sem hér fer fram, gott og slæmt, það fer inn í fund­ar­gerðir Alþing­is og ég kæri mig ekki um það að barna­börn­in mín komi hérna ein­hvern tím­ann og lesi fund­ar­gerðir þessa fund­ar og hugsi með sér: Ja, afi gamli var full­ur í þess­um sal.“

Þingmaður­inn sagði að drægi Lilja ekki um­mæl­in til baka bæðist af­sök­un­ar á þeim ætlaði hann að taka málið upp í for­sæt­is­nefnd þings­ins þar sem hann ætti sæti „vegna þess að svona áburður er óþolandi.“ Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, tók til máls eft­ir ræðu Þor­steins og sagðist líta málið al­var­leg­um aug­um. Hann hafi gert til­raun til þess að ræða við Lilju Raf­ney en það hafi ekki verið hægt að koma því við. Hann myndi áfram ræða málið og skoða það til hlít­ar.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður VG. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert