Umsóknirnar afgreiddar fyrir jól

Umsóknir tveggja albanska fjölskyldna um íslenskan ríkisborgararétt verða líklega afgreiddar fyrir jól. Þetta segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis í samtali við mbl.is.

Undirnefnd allsherjarnefndar er nú að störfum við að fara yfir umsóknirnar og eru enn að fá gögn í hús. „Auðvitað er að þrengjast að okkur á tíma,“ segir Unnur. „Það er alltaf gengið frá þessum umsóknum fyrir jól og við ætlum okkur að gera það.“

Mál fjölskyldnanna vakti athygli en þeim var báðum vísað úr landi í síðustu viku eftir að hafa verið neitað um hæli hér á landi. Brottvísunin var harðlega gagnrýnd í ljósi þess að í báðum fjölskyldunum eru langveik börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert