Endurbyggt í upprunalegri mynd

Á blómaárum hússins var mikil prýði að því við Tryggvagötu, …
Á blómaárum hússins var mikil prýði að því við Tryggvagötu, en síðan hefur mikið gengið á, sérstaklega eftir brunann 2009. Það var orðið ósköp eymdarlegt mbl.is/Júlíus

„Við vonumst til að nýtt hús verði risið á lóðinni eftir um það bil eitt og hálft ár,“ segir Jónas Már Gunnarsson, framkvæmdastjóri byggingarfélagsins Mannverks, í samtali við Morgunblaðið.

Eins og vegfarendur um miðborgina hafa tekið eftir er húsið við Tryggvagötu 10 í Reykjavík nú rústir einar. Stórvirkar vinnuvélar hafa verið að brjóta það niður undanfarna daga.

Mannverk keypti húsið og einnig húsin nr. 12 og 14 við sömu götu fyrir nokkru og áformar uppbyggingu á reitnum sem afmarkast Tryggvagötu, Norðurstíg og Vesturgötu. Stendur til að húsin við Tryggvagötu 10 og 12 verði endurbyggð í upprunalegri mynd. Húsið nr. 14, þar sem nú er veitingastaðurinn Krua Thai, verður rifið, enda er það talið ónýtt, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert