Telja Mörð vanhæfan til stjórnarsetu

mbl.is/Eva Björk

Fjöl­miðlanefnd tel­ur það ekki sam­ræm­ast lög­um að Mörður Árna­son, fyrr­ver­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sitji í stjórn RÚV vegna setu hans á Alþingi sem varaþingmaður í viku í júní sl. Mörður hef­ur setið í stjórn RÚV frá því í janú­ar sl.

Í 9 gr. laga nr. 23/​2013 um Rík­is­út­varpið seg­ir að kjörn­ir full­trú­ar til Alþing­is og sveit­ar­stjórna séu ekki kjörgeng­ir í stjórn Rík­is­út­varps­ins, og tel­ur Fjöl­miðlanefnd að Mörður upp­fylli því ekki skil­yrði þess að telj­ast hæf­ur til stjórn­ar­setu í stjórn RÚV.

Guðlaug­ur G. Sverris­son, stjórn­ar­formaður RÚV, seg­ir í sam­tali við mbl.is að málið verði tekið fyr­ir á stjórn­ar­fundi RÚV sem hefst nú síðdeg­is, en hon­um barst at­huga­semd Fjöl­miðlanefnd­ar laust upp úr há­degi í dag ásamt bréfi frá mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu.

„Okk­ur ber að fara yfir málið að ósk mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins,“ seg­ir Guðlaug­ur. Hann seg­ir er­indi Fjöl­miðlanefnd­ar koma sér mjög á óvart, en seg­ir að ef túlk­un Fjöl­miðlanefnd­ar sé með þess­um hætti þá beri stjórn­inni að taka af­stöðu til þess.

Guðlaug­ur seg­ir að á fund­in­um verði farið yfir skip­an Marðar í stjórn RÚV og mun niðurstaða fást á fund­in­um.

Mörður vildi ekki tjá sig um málið þegar mbl.is leitaði viðbragða hans held­ur vísaði hann til orða sinna í Morg­un­blaðinu í dag. „Sem varaþingmaður þá er ég ekki kjör­inn full­trúi [...] Hvorki ég, þingið né rík­is­stjórn­in gerðu at­huga­semd­ir við þetta,“ var haft eft­ir Merði í Morg­un­blaðinu í dag.

Mörður Árnason, fyrrv. þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árna­son, fyrrv. þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.
Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður RÚV.
Guðlaug­ur G. Sverris­son, stjórn­ar­formaður RÚV.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert