Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum á forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, í nýju tísti á Twitter. Vísar hann þar væntanlega í ummæli Ólafs frá því kvöldfréttum Rúv, þar sem Ólafur sagði óskiljanlegt að sumt fólk þyrfti að bíða í biðröðum til þess að fá skyr, mjólk, brauð, kjöt og smá gjafir handa börnunum sínum.
Í tísti Bjarna vísar hann til þess að forsetinn haldi stórveislur fyrir milljónir þar sem veisluborðin svigna.
Bjarni virðist virkur á samfélagsmiðlunum í kvöld, því fyrr skaut hann á Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ vegna ummæla Gylfa um ójöfnuð.
Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) December 22, 2015