Hafa ber Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til hliðsjónar þegar hælisumsóknir fjölskyldna með veik börn eru teknar til meðferðar á Íslandi.
Þetta er mat Bjarna Más Magnússonar, lektors í alþjóðalögum við lagadeild Háskólans í Reykjavík, en rætt er við hann um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.
Tilefnið er að Alþingi samþykkti að veita tveimur albönskum fjölskyldum ríkisborgararétt. Hafði Útlendingastofnun áður synjað umsókn þeirra um dvalarleyfi. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn.