„Viljum ekki enda á götunni“

00:00
00:00

Sýr­lensku hjón­in Wael Aliya­dah og Feryal Alda­hash mættu í húsa­kynni Útlend­inga­stofn­un­ar í dag og af­hentu und­ir­skriftal­ista með nöfn­um tæp­lega 5.000 Íslend­inga þar sem skorað er á stofn­un­ina að end­ur­skoða niður­stöðu í máli þeirra. Hjón­in hafa búið á Íslandi í rúm­lega fimm mánuði ásamt tveim­ur dætr­um sín­um á leik­skóla­aldri og hafa sótt hér um hæli. Þar sem þau hafa þegar fengið hæli í Grikklandi var þeim hins veg­ar synjað um efn­is­lega meðferð á um­sókn sinni, en málið er nú hjá kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.

Frétt mbl.is: Ótt­ast að lög­regl­an sæki þau

Wael seg­ir að fjöl­skyld­unni líði vel hér á landi, en þau búa í miðborg Reykja­vík­ur þar sem dæt­ur þeirra ganga báðar í leik­skóla. Hafa þau öll lært nokkra ís­lensku og segj­ast kvíða því að verða send aft­ur til Grikk­lands, þar sem þau hljóti ekki mann­sæm­andi lífs­kjör. mbl.is ræddi við hjón­in og Tos­hiki Toma, prest inn­flytj­enda, við Útlend­inga­stofn­un í dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert