„Viljum ekki enda á götunni“

Sýrlensku hjónin Wael Aliya­dah og Feryal Alda­hash mættu í húsakynni Útlendingastofnunar í dag og afhentu undirskriftalista með nöfnum tæplega 5.000 Íslendinga þar sem skorað er á stofnunina að endurskoða niðurstöðu í máli þeirra. Hjónin hafa búið á Íslandi í rúmlega fimm mánuði ásamt tveimur dætrum sínum á leikskólaaldri og hafa sótt hér um hæli. Þar sem þau hafa þegar fengið hæli í Grikklandi var þeim hins vegar synjað um efnislega meðferð á umsókn sinni, en málið er nú hjá kærunefnd útlendingamála.

Frétt mbl.is: Óttast að lögreglan sæki þau

Wael segir að fjölskyldunni líði vel hér á landi, en þau búa í miðborg Reykjavíkur þar sem dætur þeirra ganga báðar í leikskóla. Hafa þau öll lært nokkra íslensku og segjast kvíða því að verða send aftur til Grikklands, þar sem þau hljóti ekki mannsæmandi lífskjör. mbl.is ræddi við hjónin og Toshiki Toma, prest innflytjenda, við Útlendingastofnun í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert