Fullkomlega eðlilegt að fara varlega

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Það er full­kom­lega eðli­legt að farið sé var­lega í yf­ir­lýs­ing­ar,“ seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is. Til­efnið er forsíðufrétt Frétta­blaðsins í dag þar sem full­yrt er að sam­ráðherr­ar Gunn­ars Braga séu ósátt­ir við af­drátt­ar­laus­ar yf­ir­lýs­ing­ar hans um stuðning við áfram­hald­andi viðskiptaþving­an­ir gagn­vart Rússlandi. Vísað er þar til Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra og Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra sem sagðir eru vilja fara sér hægt í yf­ir­lýs­ing­um um af­stöðu Íslands til máls­ins.

Gunn­ar Bragi kann­ast ekki við að sam­ráðherr­ar hans séu ósátt­ir við yf­ir­lýs­ing­ar hans vegna stuðnings við áfram­hald­andi viðskiptaþving­an­ir gagn­vart Rúss­um. Slíkt hafi ekki verið orðað við hann. Full­kom­lega eðli­legt sé að menn vilji fara var­lega í yf­ir­lýs­ing­ar og það hafi enda verið gert. „Það væri hægt að segja miklu meira um þetta mál en sagt hef­ur verið,“ seg­ir hann við mbl.is. Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins samþykktu á föstu­dag­inn að fram­lengja viðskiptaþving­an­ir gagn­vart Rússlandi um sex mánuði en Ísland hef­ur stutt fyrri aðgerðir.

Stuðning­ur Íslands við viðskiptaþving­an­irn­ar hef­ur verið gagn­rýnd­ur hér á landi einkum í kjöl­far þess að rúss­nesk stjórn­völd ákváðu að setja Ísland á lista yfir ríki sem þeir beita viðskiptaþving­un­um. Viðskiptaþving­an­ir Rússa eru að þeirra sögn svar við viðskiptaþving­un­um gagn­vart þeim. Viðskiptaþving­an­irn­ar hafa einkum komið sér illa fyr­ir út­flutn­ing á ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum til Rúss­lands en einnig land­búnaðar­af­urðum. Stuðning­ur við frek­ari aðgerðir gegn Rúss­um hef­ur ekki verið tek­inn form­lega fyr­ir í rík­is­stjórn­inni.

Mbl.is hafði sam­band við Bjarna Bene­dikts­son vegna máls­ins en hann vísaði á Sig­mund Davíð. Ekki hef­ur hins veg­ar náðst í for­sæt­is­ráðherra í morg­un.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert