„Jólin eru tilbúin og ekkert stress“

Einstaklega góð jólastemmning var í miðbænum í kvöld.
Einstaklega góð jólastemmning var í miðbænum í kvöld. Eggert Jóhannesson

Miðbær Reykja­vík­ur var pakkaður af fólki í kvöld í dá­sam­legu veðri þar sem ekki hreyfði vind og lít­il hvít snjó­korn féllu af himni, einskon­ar himna­skraut. All­ir í jóla­skapi og flest­ir virt­ust vera bún­ir að klára inn­kaup­in. Svona lýs­ir blaðamaður mbl.is stemmn­ing­unni í miðbæn­um í kvöld. Ræddi hann við versl­un­ar- og veit­inga­húsa­eig­end­ur sem sögðu jóla­söl­una hafa verið góða í ár. Ljós­mynd­ari var með í för og tók mynd­ir af gest­um og gang­andi.

Á svell­inu við Ing­ólf­s­torgi var mikið um börn að leika sér og svellið full­nýtt. Þá fengu marg­ir sér jólag­lögg eða kakó úr bás­un­um sem standa við hlið svells­ins og al­mennt var góður andi yfir öllu. Sjá mátti jóla­sveina á vapp­inu um bæ­inn og nokkra að beina fólki inn á veit­ingastaði til að hvíla sig aðeins eft­ir göng­una í kvöld.

Fjölmennt var á skautasvellinu á Ingólfstorgi.
Fjöl­mennt var á skauta­svell­inu á Ing­ólf­s­torgi. Eggert Jó­hann­es­son

Blaðamaður mbl.is seg­ir að áber­andi fáir hafi verið með inn­kaupa­poka og að það bendi til þess að fólk hafi verið búið að ganga frá inn­kaup­um. Þá hafi líka lítið verið um stress og eng­inn hlaup­andi um. Víða hafi einnig mátt heyra börn á gangi með for­eldr­um sín­um syngj­andi jóla­lög fyr­ir sig sjálf og hafi sett punkt­inn yfir ein­stak­lega jóla­legt kvöld í bæn­um.

Brynjólfur Óli Árnason, vaktstjóri, Guðrún Pálína Sveinsdóttir Kröyer, yfirmatreiðslumaður, Jóakim …
Brynj­ólf­ur Óli Árna­son, vakt­stjóri, Guðrún Pálína Sveins­dótt­ir Kröyer, yf­ir­mat­reiðslumaður, Jóakim tindáti og Jakob Ein­ar Jak­obs­son, eig­andi Jóm­frú­ar­inn­ar. Eggert Jó­hann­es­son

Jakob Ein­ar Jak­obs­son, eig­andi Jóm­frú­ar­inn­ar, seg­ir að mikið hafi verið að gera í dag. „Mjög fínt að gera í all­an dag, enda alltaf gam­an á Þor­láks­messu,“ sagði hann, en dag­inn fyr­ir jól var rauðsprett­an vin­sæl­asti rétt­ur­inn, mun vin­sælli en hefðbund­inn jóla­mat­ur.

Fríða J. Jóns­dótt­ir, skart­gripa­hönnuður á Skóla­vörðustíg, var einnig ánægð með jóla­söl­una í ár. Sagði hún í sam­tali við blaðamann að versl­un­in í dag og fyr­ir þessi jól hefðu gengið mjög vel.

Ísabella Katarína Márusdóttir, Kolbrún Tinna Guðbjörnsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir og …
Ísa­bella Katarína Már­us­dótt­ir, Kol­brún Tinna Guðbjörns­dótt­ir, Sól­björt Vera Ómars­dótt­ir og Björn Þór Hall­gríms­son á Íslenska barn­um. Þrjú síðast­nefndu búa er­lend­is en komu á klak­ann yfir jól­in. Eggert Jó­hann­es­son

Á Íslenska barn­um hitti blaðamaður hóp af fólki sem var að skála, en þrjú af fjór­um í hópn­um voru Íslend­ing­ar sem eru bú­sett­ir er­lend­is en komu heim fyr­ir jól­in. Sögðust þau vera búin að öllu, þótt þau væru „ný­lent á klak­an­um.“

Þór Steinarsson, Aníta Rut Hilmarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Agnes …
Þór Stein­ars­son, Aníta Rut Hilm­ars­dótt­ir, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Agnes Guðmunds­dótt­ir voru í góðu skapi á Laug­ar­veg­in­um. Eggert Jó­hann­es­son

Ann­ar hóp­ur sem blaðamaður hitti á var með sömu sögu og sagði all­an und­ir­bún­ing frá­geng­inn, aðeins hafi þurft að klára að versla smá­veg­is fyrr í dag. „Jól­in eru til­bú­in og ekk­ert stress,“ sagði Þór Stein­ars­son í hópn­um og tók Aníta Rut Hilm­ars­dótt­ir und­ir með hon­um: „Allt er klárt.“

Stefán Reynisson og Vilborg Saga Stefánsdóttir (6 ára)
Stefán Reyn­is­son og Vil­borg Saga Stef­áns­dótt­ir (6 ára) Eggert Jó­hann­es­son

Vil­borg Saga Stef­áns­dótt­ir, 6 ára, var einnig á ferð í bæn­um og fékk að fylgj­ast með miðbæj­ar­líf­inu af há­hesti föður síns, Stef­áns Reyn­is­son­ar. Þegar blaðamaður spurði hana um jól­in og jóla­gjaf­ir var hún of spennt fyr­ir jóla­hátíðinni til að svara, en ljóst var að henni þótti jóla­stemmn­ing­in í miðbæn­um skemmti­leg.

Gríðarlega mikið var af fólki í Bankastræti og miðbænum öllum …
Gríðarlega mikið var af fólki í Banka­stræti og miðbæn­um öll­um í kvöld. Eggert Jó­hann­es­son
Jólasveinarnir voru á sínum stað.
Jóla­svein­arn­ir voru á sín­um stað. Eggert Jó­hann­es­son
Mikil stemmning var hjá Hjálpræðishernum í kvöld.
Mik­il stemmn­ing var hjá Hjálp­ræðis­hern­um í kvöld. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka