Ræddu við Ólaf um peningagjöfina frá Sádi-Arabíu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Golli

Karim Ask­ari, fram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar múslima á Íslandi, seg­ir að fund­ur for­svars­manna stofn­un­ar­inn­ar og for­seta Íslands, Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, hafi verið mjög góður þar sem hægt hafi verið að ræða mál­efni múslima hér á landi milliliðalaust. Seg­ir hann að rætt hafi verið um mis­mun­andi menn­ingu, aðlög­un að ís­lensku sam­fé­lagi og al­mennt um um­mæli Ólafs um múslima í síðasta mánuði og gjöf 130 millj­óna gjöf Sádi-Ar­ab­íu til fé­lags­ins. Sagt var frá fund­in­um fyrr í kvöld, en hann átti sér stað á mánu­dag­inn.

Stór áfangi að hitta for­seta sinn

Karim seg­ir að fé­lagið hafi óskað eft­ir fund­in­um í fram­haldi af um­mæl­um Ólafs  á RÚV fyr­ir um mánuði síðan og opnu bréfi sem fé­lagið sendi frá sér þar sem um­mæl­um for­set­ans var svarað. Hafði Ólaf­ur meðal ann­ars sagt að frétt­ir um að Sádi-Ar­ab­ía væri að styrkja bygg­ingu mosku hefðu komið hon­um á óvart: „Ég varð eig­in­lega svo hissa og lamaður við þessa yf­ir­lýs­ingu,“ sagði Ólaf­ur meðal ann­ars í frétt­um RÚV.

Fund­ur­inn var að sögn Karim gagn­leg­ur þar sem bæði for­svars­menn stofn­un­ar­inn­ar og Ólaf­ur hafi greint frá sín­um sjón­ar­miðum og skoðunum. Seg­ir Karim að þeir hafi lært margt af Ólafi og það hafi verið sér­stak­lega stór áfangi fyr­ir múslima á Íslandi að hafa fengið þetta tæki­færi til að hitta for­seta sinn og spjalla sam­an.

Karim Asakari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi.
Karim Asak­ari, fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múslima á Íslandi. Ljós­mynd/​Karim Ask­ari

Ræddu menn­ing­ar­lega gjá og pen­inga­gjöf frá Sádi-Ar­ab­íu

Sagði hann að meg­in­stef fund­ar­ins á mánu­dag­inn hafi verið gjá­in sem stund­um kem­ur upp milli menn­inga­heima og að upp geti komið til­vik hér á landi þar sem fólk sér eitt­hvað í frétt­um um aðra menn­inga­heima og mis­skil­ur það. Þá hafi verið rætt um fyrr­nefnda pen­inga­gjöf Sádi-Ar­ab­íu til fé­lags­ins. Sagði Karim að þeir hefðu ít­rekað að henni fygldu eng­ar kvaðir, held­ur væri aðeins um styrk að ræða og það hafi verið stofn­un­in sjálf sem óskaði eft­ir hon­um fyrst.

Seg­ir Ólaf hafa verið ánægðan með fund­inn

„Hann var mjög ánægður með þetta spjall,“ seg­ir Karim um viðbrögð Ólafs og bætti við að hann hafi sagt að gott væri að heyra þessi sjón­ar­mið beint frá hópi múslima og að þeir hafi verið hrein­skiln­ir í þeim mál­um sem um væri rætt.

„Von­andi verða fleiri fund­ir í framtíðinni,“ seg­ir Karim aðspurður um hvort rætt hafi verið um ein­hver frek­ari skref í sam­ræðum þeirra á milli. Bæt­ir hann við að í lok janú­ar verði hald­in ráðstefna á Grand hót­el um það hvernig best sé að samþætta mis­mun­andi menn­ingu á Íslandi og hvernig múslim­ar geti orðið hluti af ís­lensku sam­fé­lagi. Seg­ir Karim að þeir hafi boðið Ólafi að vera viðstadd­ur ráðstefn­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka