Yfir 300.000 farþegar með Herjólfi í ár

Herjólfur hefur flutt fleiri farþega í ár en nokkru sinni …
Herjólfur hefur flutt fleiri farþega í ár en nokkru sinni áður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það er met já, við vorum með rétt tæplega 297.000 farþega í fyrra og 295.000 slétt árið þar á undan. Við höfum verið að bíða eftir þessu og það tókst í dag þegar við fórum yfir 300.000. Það stefnir í að við förum í um 303.000 farþega á árinu.“

Þetta segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs. Farþegi númer 300.000 var Guðrún María Stefánsdóttir og var af því tilefni leyst út með veglegum gjöfum.

Guðrún María er úr Eyjum og Gunnlaugur hlær aðspurður hvort það hefði nokkuð gengið ef einhver annar en íbúi þar hefði verið sá 300.000. en segir svo að það hafi verið við hæfi að það skyldi vera Eyjapæja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert