Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið á Breiðholtsbraut eftir kl. 1 í nótt þar sem ökumaðurinn hafði næstum ekið á lögreglubíl.
Ökumaður bílsins var að tala í síma án handfrjáls búnaðar. Þá er hann einnig grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og vörslu fíkniefna.
Bifreiðin var ótryggð og skráningarnúmer klippt af, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.