Margir á síðustu stundu

Svona var um að litast við innpökkunarborðið í Kringlunni rétt …
Svona var um að litast við innpökkunarborðið í Kringlunni rétt fyrir hádegið. mbl.is/Eva Björk

Töluvert hefur verið að gera í Kringlunni frá því að þar var opnað í morgun en löng röð myndaðist við þjónustuborðið klukkan tíu og greinilega margir sem þurfa að versla jólagjafirnar á síðustu stundu þetta árið. Að sama skapi stóðu margir við innpökkunarborðin að pakka inn síðustu jólagjöfunum í flýti.

Í Smáralind hefur verið hefðbundin fjöldi fólks miðað við aðfangadag en flestir sem þangað koma eru að gera sér ferð í Hagkaup og mætti ætla að verið sé að kaupa inn síðustu hráefnin fyrir jólamatinn. 

Á báðum stöðum verður opið til klukkan eitt og þeir sem enn eiga eftir að kaupa jólagjafir geta því leitað þangað til þess að bjarga sér.

Vanti eitthvað í jólamatinn getur fólk jafnframt gert sér ferð í Hagkaup í Skeifunni og Garðabæ eða verslanir 10-11 en þar er opið til klukkan fjögur samkvæmt upplýsingum frá 1818. Þá er opið til klukkan fimm í Pétursbúð. 

Það var röð í rúllustigann í Kringlunni í morgun.
Það var röð í rúllustigann í Kringlunni í morgun. mbl.is/Eva Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert