Opið í Sorpu á morgun

Grenndargámar eru víða farnir að fyllast en þessi mynd var …
Grenndargámar eru víða farnir að fyllast en þessi mynd var tekin við Seljabraut í dag. mbl.is/Helgi Bjarnason

Magn úr­gangs eykst veru­lega í des­em­ber og árið í ár er eng­inn und­an­tekn­ing. Víða eru grennd­argám­ar farn­ir að fyll­ast en hægt verður að fara með papp­ír- og plastefni til end­ur­vinnslu í Sorpu þegar á morg­un.

Vel gekk  að hirða tunn­ur við heim­ili í Reykja­vík fyr­ir jól og sorp­hirða er á áætl­un. Sorp­hirða hefst aft­ur eft­ir jól á morg­un, sunnu­dag­inn 27. des­em­ber.

Reykja­vík­ur­borg hvet­ur íbúa til að flokka það sem til fell­ur eins og mögu­legt er. Einnig að setja allt til­fallandi um­framsorp sem ekki rúm­ast í gráu tunn­unni í sér­merkta poka sem hægt er að kaupa hjá N1 stöðvum í Reykja­vík og í Þjón­ustu­veri Reykja­vík­ur­borg­ar í Borg­ar­túni 12-14. Pok­inn er ein­göngu ætlaður und­ir blandaðan heim­il­isúr­gang frá heim­il­um í Reykja­vík og skal staðsetja hann við hlið tunn­unn­ar

Skila má öll­um gjafaum­búðum úr papp­ír á grennd­ar- og end­ur­vinnslu­stöðvar og í bláu tunn­una, hvort sem þær eru litaðar eða ekki. Umbúðir úr plasti er hægt að setja í grænu tunn­una und­ir plast sem hef­ur staðið Reyk­vík­ing­um til boða frá því í októ­ber og á grennd­ar- og end­ur­vinnslu­stöðvar.

Opn­un­ar­tím­ar Sorpu yfir hátíðarn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert