Opið í Sorpu á morgun

Grenndargámar eru víða farnir að fyllast en þessi mynd var …
Grenndargámar eru víða farnir að fyllast en þessi mynd var tekin við Seljabraut í dag. mbl.is/Helgi Bjarnason

Magn úrgangs eykst verulega í desember og árið í ár er enginn undantekning. Víða eru grenndargámar farnir að fyllast en hægt verður að fara með pappír- og plastefni til endurvinnslu í Sorpu þegar á morgun.

Vel gekk  að hirða tunnur við heimili í Reykjavík fyrir jól og sorphirða er á áætlun. Sorphirða hefst aftur eftir jól á morgun, sunnudaginn 27. desember.

Reykjavíkurborg hvetur íbúa til að flokka það sem til fellur eins og mögulegt er. Einnig að setja allt tilfallandi umframsorp sem ekki rúmast í gráu tunnunni í sérmerkta poka sem hægt er að kaupa hjá N1 stöðvum í Reykjavík og í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14. Pokinn er eingöngu ætlaður undir blandaðan heimilisúrgang frá heimilum í Reykjavík og skal staðsetja hann við hlið tunnunnar

Skila má öllum gjafaumbúðum úr pappír á grenndar- og endurvinnslustöðvar og í bláu tunnuna, hvort sem þær eru litaðar eða ekki. Umbúðir úr plasti er hægt að setja í grænu tunnuna undir plast sem hefur staðið Reykvíkingum til boða frá því í október og á grenndar- og endurvinnslustöðvar.

Opnunartímar Sorpu yfir hátíðarnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert