Mikið um beinbrot í hálkunni

Mikil hálka er á höfuðborgarsvæðinu - Mynd úr safni.
Mikil hálka er á höfuðborgarsvæðinu - Mynd úr safni. mbl.is/Þórður Arnar

Talsvert hefur verið um hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu í dag og hefur því verið nokkur erill á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi að sögn vakthafandi læknis. Aðallega er um ökkla- og únliðsbrot að ræða að sögn Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúa spítalans. „Það hefur verið nokkuð mikið að gera í dag og sjúklingarnir að miklu leyti eldra fólk,“ segir Guðný.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sömu sögu að segja, en þar hefur verið farið í mörg útköll vegna hálkunnar. Aftur á móti hefur verið lítið um eignatjón og vatnsskemmdir í rigningum dagsins, en að sögn fulltrúa slökkviliðsins hefur þar mikið að segja hve lítill snjór er eftir í borginni. Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna hvassviðris og rigningar suðvestanlands nú síðdegis ásamt meðfylgjandi hálku. 

Fylgjast má með veðurspá kvöldsins og næstu daga á veðurvef mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert