Hendum ekki verðmætum!

Sam­band ís­lenskra kristni­boðsfé­laga í sam­starfi við Póst­inn, hef­ur nú hafið söfn­un á notuðum frí­merkj­um. Heiti verk­efn­is er: Hend­um ekki verðmæt­um!

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að söfn­un­in stend­ur til 31. janú­ar 2016 og er tekið við frí­merkj­um og um­slög­um á póst­hús­um um land allt. Æskilegt er að fá frí­merk­in á um­slög­um en einnig er tekið við stök­um frí­merkj­um. All­ur ágóði verður notaður í þró­un­ar­starf á sviði mennt­un­ar barna, ung­linga og full­orðinna í Eþíóp­íu og Ken­íu.

Frí­merkj­um er einnig veitt mót­taka all­an árs­ins hring í Bas­arn­um, nytja­markaði Kristni­boðssam­bands­ins í Aust­ur­veri, Háa­leit­is­braut 68 og í Litla hús­inu, Gler­ár­götu 1, Ak­ur­eyri.

Á ár­inu 2015 skilaði frí­merkja­söfn­un Kristni­boðssam­bands­ins um 3,6 millj­ón­um króna. Þeir fjár­mun­ir voru m.a. notaði til að byggja fram­halds­skóla í Pó­kot í Ken­íu, styðja fá­tæk börn í Add­is Abeba, höfuðborg Eþíóp­íu og kenna full­orðnum að lesa í Suður-Eþíóp­íu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert