Í nýrri könnun MMR sem lauk 18. desember kom í ljós að milli mælinga hefur fækkað í hópi þeirra sem eru ánægð með störf forseta.
Í könnuninni sögðust 47,8% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægð með störf forsetans, miðað við 54,8% sem sögðust vera ánægð með forsetans í könnun sem lauk þann 7. desember. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 25,2% vera óánægð en 26,9% sögðust hvorki vera ánægð né óánægð með störf forsetans.
Ánægja með störf Ólafs Ragnars sem forseta er mismunandi eftir menntunarstigi og ekki síður stuðningi við stjórnmálaflokka, en 81% þeirra sem sögðust myndu kjósa Framsókn ef kosið væri í dag voru ánægð eða mjög ánægð með störf forseta borið saman við 18% þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna.