Dýrasta kakan í flugeldasölu Landsbjargar þetta árið er 84 skota kaka sem tekur ríflega 40 sekúndur að sprengja upp. Dagbjört Þórðardóttir, sölustjóri hjá Landsbjörg, segir það koma á óvart hversu margir kaupi slíkar kökur en flugeldasalan hófst í morgun.
Hún segir verðið hafa hækkað lítillega á milli ára sem nemi einungis nokkrum prósentum. Stærsti fjölskyldupakkinn kostar nú 30.900 krónur en stakar rakettur og kúlur á bilinu 1.900-8.500.
mbl.is kom við á Flugvallarvegi þegar verið var að leggja lokahönd á upstillingu fyrir söluna fram að áramótum.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af kökunni góðu.