Líða ekki framkomu útgerðarmanna mikið lengur

mbl.is/ÞÖK

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar sem fram fór í kvöld skorar á SFS/LÍÚ að ganga nú þegar frá nýjum kjarasamningi við samtök sjómanna. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 1. janúar 2011. Deildin sendi frá sér ályktun eftir fundinn í kvöld þar sem kemur fram að sjómenn geti ekki mikið lengur liðið „framkomu útgerðarmanna í garð sjómanna“.

Að mati fundarins er það jafnframt talið ólíðandi með öllu að útgerðarfyrirtækin í landinu „skuli ekki sjá sóma sinn í því að undirrita kjarasamning sem byggi á kröfugerð sjómannasamtakana.“

Hér má sjá ályktunina í heild sinni:

„Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar skorar á SFS/LÍÚ að ganga nú þegar frá nýjum kjarasamningi við samtök sjómanna.

Að mati fundarins er ólíðandi með öllu að útgerðarfyrirtækin í landinu skuli ekki sjá sóma sinn í því að undirrita kjarasamning sem byggi á kröfugerð sjómannasamtakana.

Það að sjómenn séu búnir að vera samningslausir frá 1. janúar 2011 lýsir best framkomu útgerðarmanna í garð sjómanna, framkomu sem sjómenn geta ekki liðið mikið lengur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert