Röktu sporin að Öskjuhlíð

Lögreglan óskar upplýsinga um mennina á myndunum.
Lögreglan óskar upplýsinga um mennina á myndunum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar upplýsinga um mennina tvo sem frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni laust eftir kl. 13 í dag. Mennirnir komu að útibúinu á stolinni hvítri sendibifreið sem fannst fyrir stundu í Barmahlíð í Reykjavík. Um er að ræða Ford Transit með skráningarnúmerið VDZ 53.

Frétt mbl.is: Komust undan með peninga

„Meðfylgjandi eru myndir af ræningjunum, en þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Fólki er bent á að hafa ekki afskipti af mönnunum heldur láta lögreglu vita um ferðir þeirra eins og áður sagði,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Bifreiðin fannst við Barmahlíð.
Bifreiðin fannst við Barmahlíð. mbl.is/Júlli
Tæknideild lögreglunnar er að störfum við Barmahlíð.
Tæknideild lögreglunnar er að störfum við Barmahlíð. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson


Í frétt á vef Landsbankans kemur fram að mennirnir tveir hafi tekið einhverjar fjármuni með sér en þeir hafi verið óverulegir. 

„Enginn meiddist, sem er fyrir mestu, og starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum. Starfsfólki og viðskiptavinum í Borgartúni var að sjálfsögðu mjög brugðið og öllum verður boðin áfallahjálp,“ segir í fréttinni.

Samkvæmt fyrstu heimildum mbl.is voru mennirnir vopnaðir haglabyssu en óstaðfestar heimildir herma nú að þeir hafi verið vopnaðir skammbyssum. Á meðfylgjandi mynd sem lögreglan dreifði af ræningjunum virðist að minnsta kosti annar þeirra bera það sem sýnist vera skammbyssa.

Lögreglan er enn í útibúi bankans við Borgartún og tekur skýrslur af starfsfólki.

UPPFÆRT 15.40:

Samkvæmt heimildum mbl.is röktu lögreglumenn spor tveggja manna frá bifreiðinni í Barmahlíð upp að bensínstöð Skeljungs í Skógarhlíð. Þar hurfu sporin. Mannanna er nú leitað um alla borg. Ekki hefur náðst að opna bifreiðina sem mennirnir flúðu á þar sem hún er læst. Tæknideild lögreglunnar er nú á staðnum og stendur til að flytja bifreiðina. 

Bifreiðin sem ræningjarnir notuðu á flóttanum.
Bifreiðin sem ræningjarnir notuðu á flóttanum. mbl.is/Júlíus



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert