Tveir handteknir í tengslum við rán

Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir Öskjuhlíð fyrr í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir Öskjuhlíð fyrr í dag. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er búið að hand­taka tvo í tengsl­um við rann­sókn á bankaráni í Borg­ar­túni í dag. Að sögn blaðamanns mbl.is sem stadd­ur er í Öskju­hlíð virðist vera sem leit lög­regl­unn­ar og sér­sveit­ar­inn­ar að mönn­un­um sé lokið í Öskju­hlíð. Enga lög­reglu­menn eða bíla er að sjá. 

Kristján Ólaf­ur Guðna­son, aðstoðaryf­ir­lög­regluþjónn, varðist allra frétta og sagðist ekki geta staðfest hand­tök­urn­ar í sam­tali við mbl.is rétt í þessu.

Víðtæk­ar leit­araðgerðir lög­reglu og sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra hóf­ust á fjórða tím­an­um í dag. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar tók einnig þátt í leit­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert