Samkvæmt heimildum mbl.is er búið að handtaka tvo í tengslum við rannsókn á bankaráni í Borgartúni í dag. Að sögn blaðamanns mbl.is sem staddur er í Öskjuhlíð virðist vera sem leit lögreglunnar og sérsveitarinnar að mönnunum sé lokið í Öskjuhlíð. Enga lögreglumenn eða bíla er að sjá.
Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, varðist allra frétta og sagðist ekki geta staðfest handtökurnar í samtali við mbl.is rétt í þessu.
Víðtækar leitaraðgerðir lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra hófust á fjórða tímanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók einnig þátt í leitinni.