Gæfurík þjóð í góðu landi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum gæfu­rík þjóð í góðu landi. Við höf­um náð ár­angri með þraut­segju og skyn­semi að leiðarljósi. Þótt veður séu vá­lynd er bjart yfir land­inu okk­ar við þessi ára­mót,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra í ára­móta­ávarpi sínu í kvöld. Sagði hann ís­lenskt sam­fé­lag virka vel og í krafti þess væri hægt að halda áfram að bæta það.

„Lát­um eng­an telja okk­ur trú um að Ísland sé von­laust og hér þurfi að snúa öllu á hvolf,“ sagði Sig­mund­ur og bætti við: „Fram­far­ir byggj­ast á því að kunna að meta það sem gefst vel og læra af mis­tök­un­um og gera svo meira af því sem virk­ar og minna af hinu.“ Sagði hann að mestu hætt­urn­ar sem Íslend­ing­ar stæðu frammi fyr­ir væru kæru­leysi, nei­kvæðni og að litið væri á þann ár­ang­ur sem hefði náðst sem sjálf­gef­inn.

Far­sælt ár fyr­ir ís­lensku þjóðina að líða

Sig­mund­ur sagði árið sem er að líða hafa verið far­sælt fyr­ir ís­lensku þjóðina. Flest hafi gengið henni í hag und­an­far­in miss­eri. Þannig hafi hag­sæld auk­ist til mik­illa muna á ár­inu. Kaup­mátt­ur hefi auk­ist um 13% á 30 mánuðum en fá­heyrt og nær óþekkt væri að hag­ur fólks vænkaðist svo hratt. Þá hafi jöfnuður auk­ist á tím­um mik­ils hag­vaxt­ar.

„Þannig hafa laun verka­fólks hækkað hlut­falls­lega meira en laun stjórn­enda, laun kvenna hækkað hlut­falls­lega meira en laun karla og kaup­mátt­ur líf­eyr­is­greiðslna og bóta auk­ist meira en kaup­mátt­ur launa á tíma­bil­inu,“ sagði for­sæt­is­ráðherra. Stutt væri enn­frem­ur síðan skulda­vandi hafi staðið efna­hags­legri framtíð lands­ins þrif­um. Nú væri skuld­astaða ís­lenskra heim­ila hlut­falls­lega lægri en í mörg­um ná­granna­ríkj­um Íslands.

Hægt að ger­breyta efna­hags­legri stöðu Íslands.

Sig­mund­ur ræddi einnig um upp­gjör slita­búa föllnu bank­anna og los­un fjár­magns­hafta. Áætl­un stjórn­valda myndi ger­breyta efna­hags­legri stöðu Íslands og mögu­leik­um þjóðar­inn­ar til framtíðar. Gera mætti ráð fyr­ir að hrein skuld­astaða lands­ins gagn­vart út­lönd­um færi úr því að vera veru­lega hættu­lega nei­kvæð í að vera já­kvæð á fá­ein­um árum. Staða þjóðarbúss­ins yrði þá sú besta í hála öld. Það væri ótrú­leg­ur viðsnún­ing­ur á skömm­um tíma.

„Þetta þýðir að við verðum í aðstöðu til að gera bet­ur á kom­andi árum á öll­um þeim sviðum sem skipta okk­ur mestu máli. Ef við höld­um okk­ar striki og sam­ein­umst um að verja efna­hags­leg­an stöðug­leika og skyn­sam­lega upp­bygg­ingu mun­um við geta haldið áfram að bæta heil­brigðis­kerfið, styrkja innviðina um allt land og bæta kjör allra hópa sam­fé­lags­ins,“ sagði ráðherr­ann.

Mik­il­vægt að ár­ang­ur­inn sé hvatn­ing

For­sæt­is­ráðherra sagði að á nýju ári réðist hvort Íslend­ing­um auðnaðist að byggja áfram upp á grunni þess ár­ang­urs sem þegar hefði náðst. „Til þess að svo megi verða mun­um við þurfa sam­stöðu um að halda áfram á þeirri braut sem hef­ur reynst okk­ur svo vel. Hluti af því er að við viður­kenn­um ár­ang­ur­inn og lát­um hann þannig verða okk­ur að hvatn­ingu.“

Sig­mund­ur lagði áherslu á að ís­lensku þjóðinni gengi vel í sam­an­b­urði við aðrar þjóðir og í sam­an­b­urði við aðra tíma í sögu henn­ar. „En um leið fylgj­umst við með erfi­leik­um annarra og vilj­um láta gott af okk­ur leiða sem víðast. Því meiri ár­angri sem við náum heima­fyr­ir þeim mun bet­ur get­um við hjálpað öðrum.“ Mik­il­vægt væri í því sam­bandi að láta ár­ang­ur­inn verða hvatn­ingu til að gera enn bet­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka