Bretarnir, sem bjarga þurfti þrisvar hér á landi á ferðalagi þeirra yfir hállendið, hafa fengið margar líflátshótanir í kjölfarið. Þetta fullyrða þeir á Twitter-síðu sinni og segjast þeir taka þeim alvarlega og ætla að fara málið til yfirvalda.
Þeir segja sjálfsagt að umræða fari fram um málið og þeir hafi skilning á áhyggjum fólks og vonbrigðum með þá. En annað sé hins vegar þegar lífi þeirra og limum sé hótað. Þeir hafa komið þakkkæti sínu á framfæri við björgunarsveitarmenn á Twitter-síðunni og ennfremur lýst því yfir að þeir ætli að styrkja björgunarsveitirnar með fjárframlagi.
Frétt mbl.is: Myndband vekur úlfúð Íslendinga
„Við höfum fengið margar líflátshótanir. Hafið í huga að við tökum slíku alvarlega og munum fara með þær til viðeigandi yfirvalda,“ segir á Twitter-síðunni og ennfremur: „Það er svigrúm fyrir umræður og við höfum skilning á áhyggjum margra ykkar og vonbrigði en þegar ekki þegar lífi og limum okkar er ógnað.“
We have now received a number of death threats. Please note we take these seriously and will be handing them over to the proper authorities.
— The Coldest Crossing (@ColdestCrossing) December 30, 2015
There is room for dialog and we hear many of your concerns and disappointments but not when our life and limb are threatened.
— The Coldest Crossing (@ColdestCrossing) December 30, 2015