Jólaseríur fyrir bóluefni

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Berglind Bjarnadóttir, rekstrarstjóri Blómavals, afhenda …
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Berglind Bjarnadóttir, rekstrarstjóri Blómavals, afhenda Bergsteini Jónssyni, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, styrkinn.

Sala á jólaseríum í Húsasmiðjunni gaf af sér 30.000 skammta af bóluefni gegn mislingum og mænusótt fyrir þessi jól. Hluti af ágóða af sölunni í desember rann til verkefnis á vegum UNICEF. Alls söfnuðust um 900.000 krónur með þessum hætti.

Bóluefnið er við mislingum eða mænusótt og verður sent þangað sem metið er að þörfin sé mest. Bóluefnið er sent úr birgðastöð UNICEF í Kaupmannahöfn og fer í flestum tilfellum til fátækustu ríkja heims. Það getur bjargað börnum frá því að veikjast alvarlega eða jafnvel deyja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert