Ferðamaðurinn var frá Bretlandi

Maðurinn fannst látinn skömmu eftir að leit hófst.
Maðurinn fannst látinn skömmu eftir að leit hófst. mbl.is/RAX

Erlendi ferðamaðurinn sem fannst látinn við Skógarnes á Snæfellsnesi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var sextugur Breti. Hann fannst skammt frá bíl sem hann hafði tekið á leigu og átt að skila í gær. Ekkert bendir til þess að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.

Ekki er hægt að gefa upp nafn mannsins að svo stöddu.

Töluverður viðbúnaður var þegar bíllinn fannst mannlaus í gær. Allar björgunarsveitir á Vesturlandi, auk sporhunda og stjórnstöðvarbíls af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út til leitar.

Í fyrstu var ályktað að tveggja væri saknað og var það metið út frá búnaði sem fannst í bílnum en síðar kom í ljós að svo var ekki.

Frétt mbl.is: Fyrst talið að tveggja væri saknað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert