Vilja álið beint úr álveri

Skaginn þarf að flytja inn ál til framleiðslu sinnar.
Skaginn þarf að flytja inn ál til framleiðslu sinnar.

„Það er ekki mjög umhverfisvænt að rúnta með ál um allan heim, sem hugsanlega er framleitt á Íslandi, og nýta það síðan nánast á sama stað og það var upphaflega framleitt.“

Þetta segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans á Akranesi, í Morgunblaðinu í dag. Fyrirtæki hans nýtir mikið af áli í framleiðslu á plötufrystum fyrir fiskvinnslu og aðra matvælaframleiðslu.

Í stað þess að flytja það allt inn vonast Ingólfur til að innan tveggja ára verði fyrirtækið í stakk búið til þess að kaupa álið beint af framleiðanda, t.d. frá Grundartanga. Ingólfur segir að nú kaupi Skaginn ál í framleiðslu sína frá Ítalíu og þar er málmurinn forunninn að hluta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert