Borgin ein um að hirða ekki tré

Jólatrjám pakkað á Hólmsheiði.
Jólatrjám pakkað á Hólmsheiði. mbl.is/Árni Sæberg

Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem ekki safnar jólatrjám til eyðingar í ár.

Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes munu hins vegar þjónusta íbúa sína með þessum hætti. Jólatré hafa ekki verið hirt í Reykjavík frá árinu 2009 af sparnaðarástæðum samkvæmt upplýsingum frá borginni.

Hjá hinum bæjarfélögunum er sú krafa gerð að trén verði sett á gangstétt eða þar sem auðvelt er fyrir þá sem sækja trén að taka þau með sér, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert