Framleiðsluskylda mjólkur hefur verið lækkuð úr 100% í 80% af greiðslumarki og heildarkvótinn minnkaður úr 140 milljónum lítra í 136 milljónir.
Þessum breytingum er ætlað að draga úr mjólkurframleiðslu. Á vegum mjólkuriðnaðarins er einnig unnið að ýmsum breytingum í sama skyni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Lækkun framleiðsluskyldu og kvóta kemur fram í árlegri reglugerð um greiðslumark mjólkur sem landbúnaðarráðherra hefur gefið út. Framleiðsluskyldan hefur verið aukin síðustu ár til að hvetja til framleiðsluaukningar en nú þegar framleiðslan er of mikil er klukkan stillt til baka, að tillögu Landssambands kúabænda.