Samtals fá 378 listamenn listamannalaun árið 2016 samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndar listamannalauna. Þar af 78 listamenn í 14 sviðslistahópum. Alls bárust 946 umsóknir frá 1.581 umsækjendum samkvæmt fréttatilkynningu.
Til úthlutunar voru 1.606 mánaðarlaun en sótt var um 11.381 mánði sem er rúmlega 20% aukning frá fyrra ári. Samkvæmt fjárlögum 2016 nema starfslaun listamanna 339.494 kr. á mánuði og er um verktakagreiðslur að ræða.
Meðal þeirra sem hljóta listamannalaun í ár eru rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Elísabet Jökulsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Hallgrímur Helgason og Vilborg Davíðsdóttir og tónlistarmennirnir Svavar Knútur Kristinsson og Valgeir Guðjónsson.
Frétt mbl.is: 267 fá listamannalaun