Skiptir ekki um skoðun

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ist ekki ætla að skipta skoðun og hætta þátt­töku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna Úkraínu­deil­unn­ar. Þetta kem­ur fram í frétt á vef RÚV en Gunn­ar Bragi var gest­ur í Morg­unút­varp­inu á Rás 2 í morg­un.

Ísland er í hópi um 40 vest­rænna ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðunum gegn Rússlandi vegna brota Rússa á full­veldi Úkraínu. Rúss­ar settu inn­flutn­ings­bann á ís­lensk­ar vör­ur um miðjan ág­úst í fyrra og telja út­gerðar­menn að tapið vegna þess nemi allt að tólf millj­örðum króna, seg­ir í frétt RÚV.

„Menn geta gert hvað sem þeir vilja varðandi mig, ég mun ekki skipta um skoðun í þessu máli því það er rangt að hverfa frá þess­um þving­un­um fyr­ir þessa millj­arða sem þarna eru,“ seg­ir Gunn­ar Bragi og vís­ar til þess taps sem út­gerðin er sögð hafa orðið fyr­ir vegna þving­ana sem Rúss­ar hafa beitt Ísland á móti frá því í ág­úst. Tapið sé hins­veg­ar mun minna en talið var í upp­hafi þegar talað hafi verið um að tapið yrði um 37 millj­arðar.

Hér er hægt að lesa frétt RÚV í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert