Stóraukin útgjöld vegna öldrunar

Þorsteinn Víglundsson segir að allar forsendur séu fyrir því að …
Þorsteinn Víglundsson segir að allar forsendur séu fyrir því að árið 2016 geti orðið mjög farsælt fyrir Íslendinga.

Ætla má að út­gjöld rík­is­sjóðs muni aukast um 40 til 60 millj­arða króna á ári vegna öldrun­ar ís­lensku þjóðar­inn­ar. Þetta kom fram á fundi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sem var hald­inn í há­deg­inu.

Öldrun þjóðar­inn­ar kosta rík­is­sjóð auka­lega 2  til 3% af lands­fram­leiðslu á næstu 15 árum. Þegar líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um er bætt við munu viðbótar­út­gjöld vegna öldrun­ar­inn­ar nema 4% af lands­fram­leiðslu.

Aldraðir verða 20% af þjóðinni

Hlut­fall Íslend­inga sem eru 70 ára og eldri er í dag ná­lægt 10% af þjóðinni en á næstu 25 árum mun það nálg­ast 20%. „Þessu fylg­ir stór­auk­inn kostnaður í heil­brigðis­kerf­inu og al­manna­trygg­ing­um," seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri SA.

„Þetta er sam­bæri­leg áskor­un og aðrar Evr­ópuþjóðir eru að glíma við nema að í okk­ar til­viki er þessi breyt­ing en hraðari,“ bæt­ir hann við. „Þetta mun fela í sér mikla áskor­un fyr­ir rík­is­út­gjöld­in.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA, var á …
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður mennta- og ný­sköp­un­ar­sviðs SA, var á meðal fund­ar­gesta.

Fólki með er­lent rík­is­fang fjölg­ar ört

Vegna öldrun­ar þjóðar­inn­ar mynd­ast skort­ur á starfs­fólki ef ætl­un­in er að hag­kerfið haldi áfram að vaxa um 2,5% ári.  Þessi þróun mun kalla á að er­lend­um starfs­mönn­um fjölgi.

Fólk með er­lent rík­is­fang sem býr á Íslandi er núna 8% af heild­ar mann­fjölda þjóðar­inn­ar. Árið 2030 er reiknað með því að hlut­fallið verði komið í 14% og árið 2040 verður það komið í 20%.

Aldrei meiri kaup­mátt­ur 

Á fund­in­um kom fram að árið 2016 muni ein­kenn­ast af kröft­ug­um vexti á nær öll­um sviðum at­vinnu­lífs­ins. Kaup­mátt­ur sé meiri en nokkru sinni, bjart­sýni neyt­enda hafi auk­ist og einka­neysla auk­ist hratt. Þetta stafi af mik­ilil aukn­ingu út­flutn­ingstekna, sér í lagi vegna kraft­mik­ill­ar ferðaþjón­ustu.

Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður SA, og Björgólfur Jóhannsson, formaður SA.
Guðrún Haf­steins­dótt­ir, vara­formaður SA, og Björgólf­ur Jó­hanns­son, formaður SA.

Næst­mesti hag­vöxt­ur­inn á Íslandi

Spá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins fyr­ir árið 2016 ger­ir ráð fyr­ir því að Ísland muni áfram verma annað sæti yfir mest­an hag­vöxt á meðal OECD-ríkj­anna. Aðeins er gert ráð fyr­ir meiri hag­vexti á Írlandi árið 2016.

Verðbólga hef­ur hald­ist lág vegna ytri skil­yrða og styrk­ing­ar krón­unn­ar en mikl­ar launa­hækk­anr eru farn­ar að segja til sín, sam­kvæmt því sem kom fram á fund­in­um. Halda verður vel á mál­um í hag­stjórn­inni til að koma í veg fyr­ir of mikla þenslu.

Mik­il­væg­ustu verk­efni árs­ins 2016 verða næstu skref við los­un hafta, end­ur­skoðun pen­inga­stefn­unn­ar og um­bæt­ur á vinnu­markaði. Einnig mun reyna mjög á aðhald rík­is­fjár­mála.

Mik­il fjölg­un 75% ör­yrkja árið 2015

Á fund­in­um kom fram að taka þurfi á vax­andi ör­orku­byrgði af ábyrgð og festu. Þannig er ör­orka ungs fólks á Íslandi mun meiri en geng­ur og ger­ist í ná­granna­lönd­un­um.

Fjölg­un þeirra sem fengu úr­sk­urðað 75% ör­orku jókst mikið á síðasta ári, eða úr 1.235 ein­stak­ling­um í 1.450. Þetta er í fyrsta sinn sem fjöld­inn fer yfir 1.400 síðan árið 2009 þegar 1.528 ein­stak­ling­ar voru metn­ir með 75% ör­orku.

Mæta þurfi hækk­andi líf­aldri með hækk­un eft­ir­launa­ald­urs og einnig horfa til um­bóta í mennta­kerf­inu. Þannig gæti stytt­ing náms­tíma hjálpað Íslend­ing­um við að mæta hækk­andi aldri þjóðar­inn­ar en jafn­framt stuðlað að minna brott­falli og minna ný­gengi ör­orku.

Hægt að minnka vaxta­kostnað um 33 milllj­arða

Þor­steinn greindi frá því að vaxta­kostnaður rík­is­ins muni minnka um 33 millj­arða króna ef til niður­greiðslu skulda og sölu rík­is­eigna kem­ur. Á síðasta ári nam hann 77 millj­örðum króna en nú­ver­andi áform rík­is­ins hljóða upp á 66 millj­arða.

Sam­kvæmt til­lög­um SA væri hægt að minnka hann niður í 33 millj­arða króna með því til dæm­is að greiða niður skuld­ir, selja banka sem eru í eigu rík­is­ins og aðrar rík­is­eign­ir á borð við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar og Landsnet.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert