„Nánast keyrt um þverbak“

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli

Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir í vikulegum pistli sínum í dag að óhætt sé að segja að nýja árið hafi farið af stað með „trukki og dýfu.“ Mikið hafi verið um innlagnir á spítalanum en útskriftir að sama gangi gengið hægar en æskilegt væri.

„Jafnvel þó að við séum ýmsu vön í upphafi árs og gerum ráð fyrir miklum önnum þá hefur nánast keyrt um þverbak síðustu daga. Gríðarlegur innlagnaþungi er á spítalanum en eins og oft áður hafa útskriftir gengið hægar en æskilegt væri. Samt hafa allir lagst á eitt og við fengið aðstoð sjúkrahúsa og stofnana um land allt til að bregðast við þessari þungu stöðu,“ segir Páll. Hann ræðir einnig samþykkt Alþingis á eins milljarðs framlagi sem nýta eigi til þess að bæta fráflæðisvanda Landspítalans. Einkum erfiðleikum sem stundum séu því samfara þegar útskrifa eigi eldra fólk sem lokið hafi meðferð á spítalanum.

„Við vinnum hröðum höndum þessa dagana að tillögum um leiðir til að létta á þessum vanda sem blasir við til næstu vikna og mánaða. Öll vitum við að aðgerðir til lengri tíma eru nauðsynlegar en á þessum tímapunkti verðum við að bregðast við bráðri stöðu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert