Öll sveitarfélög á Suðurnesjum hafa nú samþykkt samkomulag við Þróunarfélag um fluglest varðandi skipulagsmál hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur.
Sambærilegt erindi er til afgreiðslu hjá Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögunum Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík.
Hraðlest myndi stytta leiðina frá flugvellinum til Reykjavíkur um fimmtán til átján mínútur.