Vilborg Davíðsdóttir svarar fyrir sig

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur.
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vil­borg Davíðsdótt­ir rit­höf­und­ur seg­ist ætíð hafa haldið sig til hlés þegar ár­leg út­hlut­un starfs­launa er til­kynnt og „aurmokst­ur“ yfir lista­fólk stend­ur yfir. En í ár ákvað hún að svara.

„Ég er í hópi þeirra 73 ljón­lán­sömu rit­höf­unda á Íslandi sem fengu í gær já­kvætt svar við um­sókn um starfs­laun úr Launa­sjóði rit­höf­unda,“ skrif­ar Vil­borg í pistli sem hún birt­ir á Face­book-síðu sinni. Vil­borg sótti í fyrsta sinn um starfs­laun árið 1996 og núna, árið 2016, fékk hún starfs­laun til tólf mánaða.

Frétt mbl.is: 378 fá lista­manna­laun

 „Gleði mín er mik­il eins og þið getið ímyndað ykk­ur og hjartað fullt af þakk­læti til skatt­greiðenda. Ég veit að í hópi þeirra eru einnig marg­ir þakk­lát­ir fyr­ir skáld­sög­urn­ar mín­ar sjö, þýðing­arn­ar þrjár og nú síðast sann­sög­una Ástin, drek­inn og dauðinn,“ skrif­ar Vil­borg.

Í pistl­in­um tek­ur hún svo nokk­ur dæmi um það sem sagt hef­ur verið um lista­manna­laun­in á sam­fé­lags­miðlum og svar­ar þeim.

Vil­borg vitn­ar m.a. í um­mæli manns sem seg­ist sjá eft­ir hveri krónu skatt­greiðenda „í þessa hít.“

Svar Vil­borg­ar: „Hér má vitna í orð Bryn­dís­ar Lofts­dótt­ur, for­manns stjórn­ar Lista­manna­launa: ,,Í heild­ina nem­ur út­hlut­un­in um 550 millj­ón­um króna í sam­tals sex sjóði, launa­sjóði hönnuða, mynd­list­ar­manna, rit­höf­unda, sviðslista­fólks, tón­listarflytj­enda og tón­skálda. Svo skemmti­lega vill til að þessi upp­hæð er ekki fjarri þeirri sem áætluð sala ís­lenskra bóka skilaði rík­inu í formi virðis­auka­skatts á síðasta ári svo ein­hvers sam­heng­is sé gætt.“ Í raun­inni má því segja að hít­in mikla sé greidd eins og hún legg­ur sig með bóka­skatt­in­um ein­um sam­an.“

Vil­borg end­ar svo pist­il sinn á þess­um orðum:

„Sum þeirra sem fella sleggju­dóma um okk­ur sem vinn­um við list­sköp­un hafa at­vinnu af því að veiða fisk úr sam­eig­in­legri auðlind okk­ar allra, fyr­ir út­gerð sem þarf ekki að gjalda þjóðinni nema mála­mynda­upp­hæð fyr­ir. Aðrir starfa við land­búnað sem er niður­greidd­ur úr rík­is­sjóði svo skipt­ir millj­örðum króna. Enn aðrir grafa jarðgöng sem kosta rík­is­sjóð stór­ar upp­hæðir og sum­ir vinna í um­hverf­is­meng­andi ál­ver­um sem fá raf­ork­una okk­ar á mikl­um af­slætti og koma megn­inu af hagnaðinum úr landi. Ættum við öll að taka okk­ur til einu sinni á ári og ausa sví­v­irðing­um yfir hverja starfs­stétt fyr­ir sig og nefna hana ill­um nöfn­um eins og afæt­ur, blóðsug­ur, jötulið og skítapakk?“

Hér má lesa pist­il­inn í heild.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka