Samstarf við Pírata spennandi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í þætt­in­um Eyj­unni í dag það vera áhuga­verðan kost að mynda stjórn Pírata og Sjálf­stæðis­flokks. Pírat­ar hefðu víða skír­skot­un til kjós­enda en þyrftu að fara í meiri mál­efna­vinnu áður en hægt væri að full­yrða um slíkt sam­starf.

Spurð um hvort hún hefði áhuga á stjórn­ar­mynd­un Pírata og Sjálf­stæðis­flokks sagði Áslaug svo vera.

Frétt mbl.is: Kári ósátt­ur við upp­töku Pírata

„Ég held að það væri ekki slæmt. Pírat­ar eru sum­ir hverj­ir frjáls­lynd­ir en aðrir mikl­ir vinstri­menn. Þau eru mjög mis­jöfn sem eru núna inni á þingi og ná þess vegna kannski til mjög stórs hóps. Helgi Hrafn nær til mjög hægri sinnaðs frjáls­lynds hóps og Birgitta til vinstrimanna þannig að ég held það væri ekki vit­laust. “

Áslaug sló þó nokkra varnagla fyr­ir hugs­an­legt sam­starf. „Pírat­ar þurfa fyr­ir næstu kosn­ing­ar að setja fram meiri stefnu í ýms­um mál­um. Það þarf að sjá hvar þeir standa í efna­hags­mál­um og ýms­um stór­um mál­um áður en það er hægt að segja meira um það hvort það sé mögu­legt.“

Eft­ir þátt­inn sagði Áslaug í sam­tali við mbl.is að ákveðnar áhersl­ur Pírata féllu þó ekki að stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins þó a' sam­starf flokk­anna væri spenn­andi kost­ur, „en kannski ekki ef einu mál­in sem þau ein­blína á eru stjórn­ar­skrár­mál­in og ESB. Það eru ekki þau mál­efni sem fara á odd­inn hjá okk­ur þó að við telj­um mik­il­vægt t.d. að skoða stjórn­ar­skrána.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert