Allt á góðu róli hjá Þór

Búið er að sigla um 43 sjómílur síðan þeir náðu …
Búið er að sigla um 43 sjómílur síðan þeir náðu Hoffell í tog og ganghraðinn er um 5-6 sjómílur á klukkustund. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Það gengur allt skínandi vel hjá okkur,“ segir Sigurður Steinar Ketilsson,skipherra á varðskipinu Þór í samtali við mbl.is. Varðskipið Þór kom að flutningaskipinu Hoffell rétt fyrir klukkan ellefu í morgun en skipið var statt vélarvana um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum.

Sigurður segir að vel hafi gengið að ná skipinu í tog enda góður mannskapur um borð á Þór. Ölduhæð var um 6 metrar og norðnorðaustan átt 25 hnútar. Búið er að sigla um 43 sjómílur síðan þeir náðu Hoffellinu í tog og ganghraðinn er um 5-6 sjómílur á klukkustund. „Við eigum 380 sjómílur eftir þannig að það borgar sig ekki að vera með neinar stórar fullyrðingar strax,“ segir Sigurður Steinar en hann gerir ráð fyrir að koma til Reykjavíkur um helgina.

Þegar varskipið Þór kom að Hoffell var Helgafell annað skip Samskipa því til halds og trausts. Það eina sem áhafnarmenn Samskip Hoffell þáðu frá áhöfn varðskipsins Þórs var neysluvatn en Sigurður Steinar segir þá hafa látið vel af dvölinni.

Hann segir allt vera á góðu róli og áhafnirnar vera í stanslausu sambandi. „Á morgun við birtingu getum við svo farið á milli skipanna með léttbáti.“

Frétt mbl.is - Kominn með Hoffellið í tog

Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert