„Eru Íslendingar kristnir? Trúa þeir á Guð eða æðri mátt – eða mest á sjálfa sig? Eiga þeir samleið með Þjóðkirkjunni? Á ríkið að skrá trúar- og lífsskoðanir fólks? Á ríkið að styrkja trúfélög?
Á að stunda kristniboð í skólum eða halda trúarlegu hlutleysi? Hver er skoðun Íslendinga á því að leyfa einstaklingum að binda endi á líf sitt ef hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi?“
Siðmennt býður til opins fundar á KEX Hostel miðvikudaginn 13. janúar kl 17.00 þar sem niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir félagið í nóvember á síðasta ári verða kynntar. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
Þetta er aðeins einn af mörgum viðburðum vikunnar. Um þá má lesa nánar á viðburðavef mbl.is.