Þjóðminjasafnið hefur eignast tvö albúm með 417 áður óþekktum ljósmyndum sem teknar voru í Íslandsferð fimm ungra Svía sumarið 1919. Myndirnar eru af fólki, húsum og landslagi, flestar frá Norðurlandi.
Þar á meðal eru myndir af þjóðskáldinu séra Matthíasi Jochumssyni á Akureyri, hugsanlega síðustu myndirnar sem af honum voru teknar, en hann lést árið eftir.