Bannið „ekkert smáhögg“

Frá Vopnafirði
Frá Vopnafirði mbl.is/Golli

„Það blasir við að stjórnvöld hefðu átt að skoða áhrif aðgerðanna á fólk og fyrirtæki áður en farið var út í aðgerðir gegn Rússum. Rússabannið er ekkert smáhögg fyrir lítið samfélag eins og hér á Vopnafirði,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri á Vopnafirði. Hann segir að á bak við útgerðina sé fólk sem vinni hörðum höndum við að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið úr þeim afla sem á land berst. Útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Vopnafirði á síðasta ári nam um 10 milljörðum.

„Ef þetta fer allt á versta veg og ekkert verður fryst á loðnuvertíðinni vegna Rússabannsins þýðir það tekjutap fyrir fólkið hérna upp á 160 milljónir króna,“ segir Ólafur Áki. „Þá verður sveitarfélagið af 24-25 milljónum í útsvari.“

Að sögn hans er ekkert um að vera í atvinnumálum á Vopnafirði og ef heldur fram sem horfir verði þar lítil atvinna í vetur. Frysting á loðnu ætti að vera að hefjast, eða um leið og loðna finnst, en þar sem ekki má flytja út frysta loðnu til Rússlands frekar en aðrar sjávarafurðir verður loðna tæpast fryst á vertíðinni. Sett hefur verið fram sú hugmynd í viðræðum við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir að fá þúsund tonn af þorski úr potti sem stjórnvöld ráða yfir til viðbótar við byggðakvóta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert