Fækka akreinum og leggja göngu- og hjólastíga

Fækka á akreinum Grensásvegar milli Miklubrautar og Bústaðavegar í tvær …
Fækka á akreinum Grensásvegar milli Miklubrautar og Bústaðavegar í tvær og fjölga göngu- og hjólastígum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Tillaga meirihluta Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um þrengingu Grensásvegar milli Miklubrautar og Bústaðavegar var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði í gær.

Í tillögunni felst fækkun akreina úr fjórum niður í tvær og lagning göngu- og hjólreiðastíga báðum megin við veginn. Alls hljóðar framkvæmdin upp á 170 milljónir króna.

Að sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Umhverfis- og skipulagsráði, er óverjandi að verja upphæðinni á þennan hátt.

„Það að fara þessa leið er úr öllum takti við þann raunveruleika sem blasir við öllum sem þekkja til reksturs borgarinnar. Það er verið að skera niður grunnþjónustu í grunnskólum, leikskólum og frístundaheimildum um 670 milljónir og um 420 milljónir á velferðarsviði. Það dylst engum að þetta getur komið niður á starfsöryggi starfsfólks,“ segir Júlíus Vífill og bætir við að allt stefni í 13 milljarða króna halla borgarsjóðs á síðasta ári.

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs, segir aðgerðina ekki hafa áhrif á grunnþjónustu borgarinnar þrátt fyrir fjárhaginn. Hagræðingaraðgerðir og ráðningarbann komi þar til hjálpar.

„Það er leiðarljós í hagræðingarvinnunni að hún skerði ekki þjónustu og gangi ekki gegn markaðri stefnu þeirrar borgarstjórnar sem hefur verið kosin,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert